SKILMÁLAR
Upplýsingar um seljanda
NORDIKA, nordika.is, er í eigu Heildverslun Rún ehf kt. 610284-1089 sem hér að neðan er nefnt "seljandi".
Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Sími: 561 9200
Netfang: nordika@nordika.is
NORDIKA, nordika.is, er í eigu Heildverslun Rún ehf kt. 610284-1089 sem hér að neðan er nefnt "seljandi".
Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík
Sími: 561 9200
Netfang: nordika@nordika.is
Skilmálar Heildverslunin Rún ehf.
Skilmálarnir hér að neðan gilda um kaup neytenda á vörum NORDIKA á nordika.is, kt. 610284-1089.
Almennt ákvæði
Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti í gegnum vefverslun seljanda. Með því að leggja inn pöntun samþykkir viðskiptavinur skilmálana. Kaupendur eru beðnir um að lesa skilmála vandlega áður en gengið er frá pöntun í vefverslun.
Verð og greiðsla
- Öll verð í vefverslun eru sýnd í íslenskum krónum og eru með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram
- Seljandi áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara
- Greiðsla fer fram greiðslukorti eða öðrum greiðslumáta sem boðnir eru upp í vefversluninni
- Kaup teljast staðfest þegar greiðsla hefur átt sér stað
Afhending og sendingarkostnaður
Afhending vara er afgreidd næsta virka dag eftir að pöntun berst í gegnum vefverslunina. Kaupendur hafa val á að sækja pöntun á lager seljanda á Köllunarklettsvegi 2 eða notast við flutningsaðila við afhendingu á pöntun. Sendingarkostnaður bætist við kaupverð og fer eftir vöru og afhendingarmáta. Flutningsaðilar í boði eru eftirtaldir:
- Pósturinn afhendir vörur samdægurs á Höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir hádegi sama dag. Sendingartími pantana sem eiga að berast á landbyggðina er 1-2 virkir dagar en ekki er sent um helgar eða á rauðum dögum. Pantanir sem eru afhendar með Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar sem má finna á síðu Póstsins.
Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pöntun og endurgreiða viðskiptavini ef vara reynist uppseld eða ef um rangar verðupplýsingar hafi verið í vefverslun. Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Sé vara pöntuð en reynist uppseld eða hætt í sölu, mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna kaupanda.
Skil og skilaréttur
Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan er ónotuð, varan er skilað í góðu lagi, framvísum sölureiknings/kvittun og í óuppteknum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, ef viðkomandi vara er á útsölu eða á sértilboði við vöruskil þarf að framvísa kvittun til þess að sýna fram á upphaflegt verð vörunnar. Viðskiptavinur fær annaðhvort endurgreiðslu eða inneignarnótu fyrir vöru sem skilað er.
Trúnaður
Seljandi, Heildverslunin Rún ehf. kt. 610284-1089, heitir kaupanda fullum trúnaði samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Upplýsingar kaupenda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Lög og varnarþing
Þessi skilmálar lúta íslenskum lögum. Rísi ágreiningur skal hann leystur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur