Skilaréttur
Skil og skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga rétt til þess að hætta við kaup að því tilskildu að varan sé ónotuð, með merkingum og vörunni þarf að skila í góðu lagi, nema um galla sé að ræða. Framvísa skal sölureikningi/kvittun við skil. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar við kaup, ef viðkomandi vara er á útsölu eða á sértilboði miðast endurgreiðsla við þau kjör. Viðskiptavinur fær annaðhvort endurgreiðslu eða inneignarnótu fyrir vöru sem skilað er.
Hægt er að skila vöru á skrifstofu Nordika á Köllunarklettsvegi 2, 104 RVK alla virka daga kl. 08-16 eða senda vöruna ásamt útprentun á kvittun á eftirtaldið heimilisfang
Heildverslun Rún ehf
b/t Nordika
Köllunarklettsvegur 2
104 Reykjavík

