Gaggia Accademia Glass espresso kaffivél

323.700 kr.

Ný glæsileg espresso kaffivél frá Gaggia Milano sem farið hefur sigurför um heiminn enda á hún fáa sína líka. Glæsilega hönnuð úr stáli og spegilgleri með lita snertiskjá. Auk þess að bjóða upp á 19 mismunandi drykki þá er vélin búin fjölmörgum stillingum til þess að tryggja hinn fullkomna kaffibolla. Má þar nefna stillinguna Coffee Boost fyrir líklega besta espressobolla sem nokkur Automatic espressovél býður upp á og Espresso Plus fyrir léttara eða fyllra kaffi eftir þínum óskum. Þá eru 4 stillingar fyrir mjólkurfroðu því hún þarf að passa fyrir drykkinn þinn og þú vilt ekki eins froðu fyrir t.d. Latte og Cappuccino. Það er að sjálfsögðu líka flóunarstútur ef þú vilt sjá um froðuna.  Það er minni fyrir 4 drykki og hægt er að forhita bollahitarann með tímastilli. Gaggia Accademia Glass er vélin sem fullkomnar eldhúsið.

Þú getir kymmt þér ítarlegar upplýsingar um þessa einstöku vél inni á heimasíðu hennar.  https://accademia.gaggia.com/

Aðeins 2 eftir á lager

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Bæta i óskalista
 

Lýsing

 
 • Framleiðsluland – Ítalía
 • 15 bar
 • 5″ lita og snertiskjár
 • Snúningshnappur
 • Minni – 4 drykkjartegundir
 • Mjólkur karafla og flóunarstútur
 • Kaffidrykkir – Epresso, Kaffi, Espresso Lungo, Cappuccino, Cappuccino XL, Caffélatte, Macchiatone, Ristretto, Melange, Café Cortado, Americano, Flat White, Latte Macchiato,  Café Au Lait, Heit Mjólk, Mjólkurfroða, Heitt vatn, Heitt vatn fyrir svart te 90°c, Heitt vatn fyrir grænt te 80°c
 • Coffee Boost fyrir enn betri espresso bolla
 • Flæðisstýring – Já, fyrir léttara eða fyllra kaffi eftir þínum óskum
 • Stilling á mjólkurfroðu – Já. 4 stillingar
 • Stilling á hitastigi – Já, 3 stillingar
 • Kaffikvörn – Já, 8 stillingar
 • Tekur malað kaffi – Já
 • Bollahitari – Já, með tímastilli
 • Hæð bolla – 70 -155 mm
 • Efni – Stál, spegilgler
 • Vatnstankur – 1,6 L
 • Laus mjólkurkanna – Já, 0,6 L
 • Baunahólf – 350 gr
 • Mál (BxHxD) – 28,2 x 38,5 x 42,8 cm
 • Þyngd – 13,8 kg
 • Korgskúffa – 14 bollar
 • 1400W